Sofónías Þorkelsson

ID: 15166
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1964

Jóhanna María Friðriksdóttir Mynd VÍÆ1

Sofónías Þorkelsson Mynd VÍÆ1

Sofónías Þorkelsson fæddist í Eyjafjarðarsýslu 5. apríl, 1876. Dáinn í Victoría í Bresku Kolumbíu 30. maí, 1964. Soffanius Thorkelson vestra.

Maki: 1) 28. maí, 1899 Jóhanna María Friðriksdóttir f. 10. janúar, 1866 í Húnavatnssýslu, d. 17. október, 1948 2) 1. október, 1949 Sigrún Siggeirsdóttir f. 1907, d. 1962.

Börn: Með Jóhönnu 1. Ragnheiður f. 30. apríl, 1900 2. Sigríður f. 27. júlí, 1901 3. Páll f. 14. júlí, 1903 4. Þorkell Máni f. 5. maí, 1905 5. Marsilía f. 3. mars, 1907.

Sofónías fór vestur til Winnipeg árið 1898 og settist að í borginni. Bjó þar allmörg ár en flutti seinna vestur að Kyrrahafi.