Sólrún Ó Sigvaldason

ID: 20291
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1924

Sólrún Ó Sigvaldason Mynd VÍÆ V

Sólrún Ólafía (Solla) Benediktsdóttir fæddist 24. september, 1924 í Framnesbyggð. Sigvaldason vestra.

Maki: 14. október, 1944 Sigursteinn Davíð Eyjólfsson fæddist í Árborg í Manitoba 7. desember, 1918.

Börn: 1. Valborg Joan f. 27. október, 1944 2. Melvyn Sigursteinn f. 15. apríl, 1952.

Sigursteinn var sonur Sveins Eyjólfssonar og Þuríðar Steinunnar Stefánsdóttur frá Garðar í N. Dakota. Foreldrar Sólrúnar voru Benedikt Valdimar Sigvaldason, bóndi í Framnesbyggð og María Ingibjörg Ólafsdóttir. Sigursteinn lauk grunnskólanámi í skólunum í Geysisbyggð og Árborg. Hann stundaði fiskveiðar í átta ár á veturna í Winnipegvatni. Vann svo landbúnaðarstörf á sumrin. Keypti land af föður sínum árið 1944 og stundaði akuryrkju. Hann var framúrskarandi íþróttamaður og vann til ótal verðlauna. Sólrún varð kennari og lagði stund á listmálun.