
Aftari röð: Laura, Solveig, Óskar og Helgi. Fyrir framan Jenný, Dóra, Kristín, Rútur og Margrét. Mynd WtW
Solveig Bjarnadóttir fæddist í Borgarfjarðarsýslu 2. maí, 1870. Dáinn 28. október, 1958 í Lundar.
Maki: 1) Jón Þorvaldsson fæddist í Mýrasýslu 4. maí, 1870. Dáinn í Manitoba 2. júní, 1907. Thorvaldson vestra. 2) Ármann Þórðarson f. 31. desember, 1868 í Borgarfjarðarsýslu, d. 13. október, 1929.
Börn: Með Jóni: 1. Bjarni f. 1896 2. Þorvaldur f. 1897 3. Helgi f. 21. febrúar, 1898 í Winnipeg, Borgfjörð vestra 4. Óskar f. 10. ágúst, 1901, d. 21. ágúst, 1944 5. Laura f. 21. maí, 1903 6. Margrét f. 10. ágúst, 1905, d. 18. apríl, 1969 7. Jenný f. 27. mars, 1907, d. 6. desember, 1971. Með Ármanni: 1. Rútur Thor f. 1910, d. 1969 2. Dóra f. 3. desember, 1911 3. Kristín (Christine) f. 17. maí, 1914.
Jón og Solveig fóru vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1897. Þau fluttu til Stony Mountain þar sem Jón fékk vinnu við námugröft. Hann lést úr lungnasjúkdómi árið 1907. Solveig flutti þá til Winnipeg þar sem hæun vann sem saumakona nokkur ár en ákvað síðan að flytja í Lundarbyggð þar sem hún nam land. Hún og Ármann fluttu á land nærri Suffren í norðausturhluta Lundarbyggðar. Fluttu þaðan til Lundar.

Fyrir framan: Kristín, Dóra og Jenný. Aftari röð: Margrét, Sigríður og Laura. Mynd WtW
