Solveig Eysteinsdóttir

ID: 2596
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1928

Solveig Eysteinsdóttir Mynd Dalamenn III

Solveig Eysteinsdóttir fæddist 25. febrúar, 1868 í Dalasýslu. Dáin í Selkirk 21. desember, 1928.

Maki: 24. júní, 1893 í Winnipeg Jón Mikael Hannesson f. árið 1861 í Hnappadalssýslu , d. í Winnipeg 10. febrúar, 1942.

Börn: 1. Guðlína 2. Eygerður 3. Kristín Ólöf 4. Hannes 5. Eysteinn Haraldur 6. Þórey Ingiríður 7. Kristján Mikael. Jón átti af fyrra hjónabandi tvö börn; 1. Jórunn 2. Ólafur Guðmundur.

Solveig flutti vestur til New York árið 1887 með systur sinni Þorgerði. Þær bjuggu í Sayreville sýslu í New Jersey í eitt ár, fluttu svo vestur til Winnipeg. Jón Mikael var ekkjumaður sem vestur flutti árið 1886. Þau bjuggu í Winnipeg fram yfir aldamót en fluttu þaðan til Selkirk árið 1903 og bjuggu þar alla tíð.