ID: 20173
Fæðingarár : 1876
Sólveig Guðmundsdóttir fæddist í Rangárvallasýslu árið 1876.
Maki: 2. júlí, 1908 Jónas Gottfreð Jóhannsson f. 26. ágúst, 1884 í Eyjafjarðarsýslu, d. á Point Roberts 3. janúar, 1954.
Börn: 1. Jóhann f. 1912 2. Guðrún f. 1914, d. 1942 3. Bergljót Karólína f. 1916.
Jónas var sonur Karólínu Jónasdóttur og Jóhanns Jóhannssonar. Hann flutti vestur til Winnipeg, með móður sinni, árið 1887 en faðir hans fór vestur árið 1884. Jónas ólst upp í borginni og þangað kom Solveig árið 1904. Þar gengu þau í hjónaband og vann Jónas við trésmíðar. Árið 1914 fluttu þau vestur á Point Roberts tanga og bjuggu þar alla tíð.