Solveig Þorgilsdóttir

ID: 19311
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886
Dánarár : 1986

Solveig Þorgilsdóttir fæddist í Eyfordbyggð í N. Dakota 15. september, 1886. Dáin 31. maí, 1986 í N.Dakota. Geir í N. Dakota.

Maki: 1908 Kristján Jóhannsson fæddist í Nýja Íslandi árið 1879. Dáinn í Pembinasýslu árið 1959. Geir í N. Dakota.

Börn: 1. Kristín (Christine Hall) f. 1909 2. Jóhann f. 1911 3. Þórhallur Lárus f. 1913 4. Anna Margrét f. 1915 5. Guðbjörg Lilja f. 1917 6. Kristján (Christian Theodore) f. 1919 7. Sigurjón Björn f. 1921 8. Sigurlaug May f. 1923 9. Clarence f. 1925 10. Eleanor Stefanía f. 1927 11. Marian Guðrún f. 1931.

Fremri röð frá Vinstri: Mae, Kristján, Eleanor, Marion, Solveig og Clarence. Aftari röð frá vinstri: Lily, Þórhallur, Jóhann, Theódór, John, Anna, Kristín. Mynd Dalamenn

Solveig var dóttir Þorgils Halldórssonar úr Dalasýslu og konu hans, Katrínar Jónsdóttur frá Kálfaströnd við Mývatn. Hún ólst upp í Eyfordbyggð og bjó í Pembina sýslu alla tíð.