Stefán Guðmundsson

ID: 14956
Fæðingarár : 1850
Fæðingarstaður : S.Múlasýsla
Dánarár : 1899

Stefán Guðmundsson Mynd VÍÆ II

Stefán Guðmundsson fæddist í S. Múlasýslu árið 1850, d. 9. mars, 1899. Tók nafnið Goodman vestra.

Maki: Kristín Steingrímsdóttir fæddist 7. maí, 1869 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin 1960. Goodman vestra.

Börn: 1. Steingrímur f. 5. júní, 1889 2. Guðrún f. 13. desember, 1890 3. Jóna Sigríður f. 12. október, 1892 4. Guðlaug f. 1. janúar, 1895 5. Guðmundur f. 1. janúar, 1895 6. Stefán Kristinn.

Kristín fór vestur eftir foreldrum sínum, Steingrími Grímssyni og Guðrúnu Jónsdóttur og systkinum árið 1882. Þau settust að í Fjallabyggð í N. Dakota. Stefán fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1880 og nam land í Fjallabyggð í N. Dakota árið 1881.