Stefán Jónsson

ID: 7574
Fæðingarár : 1836
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1914

Stefán Jónsson fæddist 15. apríl, 1836 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn í Kandahar, Saskatchewan 9. ágúst, 1914.

Maki: 13. október, 1871 Ingibjörg Jóhannsdóttir f. 8. desember, 1844, d. 12. september, 1937 í Selkirk.

Börn: 1.  Jóhann Gunnlaugur f. 8. ágúst, 1871 2. Magnús f. 24. nóvember, 1879 . Tvær dætur þeirra dóu á Íslandi. Þau tóku í fóstur 1. Einar Þorkelsson f. 26. júlí, 1866 2. Jónína Jóhanna Jóhannsdóttir f. 20. júlí, 1889 í Mikley.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1883 og fékk Stefán þar vinnu í kornmyllu. Þau fluttu til Nýja Íslands og settust að í Fljótsbyggð. Stefáni leist vel á grasivaxið land norður af þorpinu við Íslendingafljót (seinna Riverton) og nam þar land. Hann var þar með fyrsti landnámsmaður í nýrri byggð, Ísafoldarbyggð og hóf búskap. Þau þraukuðu fram yfir aldamótin en flóð í Winnipegvatni hrakti landnámsmenn af jörðum sínum og þar á meðal Stefán. Honum tókst að selja land sitt og fluttu þau hjónin þaðan í Selkirk þar sem Jóhann sonur þeirra bjó. Hann flutti vestur til Kandahar í Saskacthewan árið 1905 en Stefán og Ingibjörg bjuggu í Selkirk til ársins 1913 en þá lá leið þeirra til Kandahar. Eftir lát Stefáns flutti Ingibjörg til Magnúsar sonar síns sem bjó í Selkirk.