Stefán Magnússon

ID: 4423
Fæðingarár : 1872
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla

Stefán Magnússon fæddist í Barðastrandarsýslu árið 1872. Dáinn í N. Dakota 27. september, 1937. Breiðbjörð vestra.

Maki: 1897 Kristín Sigfúsdóttir Bergmann  f. 1876 í Eyjafjarðarsýslu

Börn: 1. Valgerður Kristín f. 28. nóvember, 1903 2. Aldís 3. Þórunn 4. Amy 5. Dorothea 6. Sigríður.

Stefán fór vestur um haf árið 1884 með föður sínum, Magnúsi Einarssýni og stjúpmóður, Kristínu Guðmundsdóttur. Þau settust að í Mountain í N. Dakota en fluttu þaðan 1885 í Garðarbyggð. Stefán stundaði verslunarstörf í þorpinu Garðar og rak þar pósthúsið  um árabil. Kristín flutti vestur með foreldrum sínum, Sigfúsi Jónassyni Bergmann og konu hans Þórunni Jónsdóttur árið 1882.