Stefán Sigbjörnsson fæddist í Westerheim hreppi í Lyon sýslu í Minnesota árið 1891. Hofteig vestra.
Maki: 1) 4. apríl, 1904 Matthildur Guðný Jónsdóttir f. í Minnesota eftir 1880, d. 29. desember, 1912. Westdal vestra 2) Þóra Margrét Björnsdóttir f. 6. október, 1891, d. í Lundar, Manitoba 28. desember, 1974. Thora Margret Benedictson vestra.
Börn: Með Matthildi 1. Stefán Sigurður f. í Westurheim 31. mars, 1907 2. Guðný Margrét f. 28. mars, 1909 í Westurheim 3. Halldór Jón f. 10. febrúar, 1911 í Westurheim. Með Þóru 1. Björn Matthew f. 30. desember, 1914 2. Steinunn Sigríður Oktavía f. 17. mars, 1916 3. Louise Evelyn f. 28. júlí, 1919 4. Sylvia f. 1923 5. Ferdinand Stefán Marinó f. 10. mars, 1926.
Stefán ólst upp í Lyon sýslu í Minnesota hjá foreldrum sínum, Sigbirni Sigurðssyni og Steinunni Bjarnadóttur. Þar hóf hann svo búskap á eigin landi sem hann nefndi Reynivelli. Eftir lát Matthildar flutti Stefán á Big Point vestan við Manitobavatn og seinna bjó hann við Beaver Dam í Manitoba. Þóra var dóttir Björn Benediktssonar og Sigríðar Jakobínu Jónsdóttur. Árið 1942 fluttu Stefán og Þóra til Lundar.
