ID: 2688
Fæðingarár : 1877

Stefán Stefánsson Mynd VÍÆ I
Stefán Stefánsson fæddist í Rangárvallasýslu 8. júní, 1877.
Ókvæntur og barnlaus.
Stefán flutti til Vesturheims árið 1903 og settist að í Winnipeg. Hann hafði stundað sjómennsku á Íslandi svo hann byrjaði fyrsta vetur sinn á fiskveiðum í Winnipegvatni. Ári síðar fór hann norður að Moose Lake þar sem hann hélt áfram fiskveiðum á veturna en byggingarvinnu á sumrin.