
Séra Stefán Þorsteinn Guttormsson Mynd VÍÆ II
Stefán Þorsteinn Gurrormsson fæddist 12. júní, 1925 í Minneota í Minnesota. Rev. Stefan Thorsteinn Guttormsson in America.
Maki: 10. mars, 1945 Mary-Lou Jones f. í Minneota í Minnesota.
Börn: 1. Stefan Paul 2. Mary Björg 3. Susan Thordís 4. Elizabeth Aldís.
Stefán var sonur Séra Guttorms Guttormssonar og Rannveigar Gísladóttur í Minneota. Þar ólst Stefán upp og gekk í grunnskóla. Hann var í bandaríska sjóhernum í seinni Heimstyrjöldinni 1943-46, hóf eftir það framhaldsnám í St. Olaf Lutheran College í Northfield í Minnesota og lauk þaðan prófi árið 1949. Lærði guðfræði í Northwest Lutheran Seminary árin 1949-1952. Að loknu námi vígður prestur og þjónaði nýstofnuðum söfnuði í Cavalier, N. Dakota. Varð seinna prestur í Bloomington í Minnesota og síðast prestur í Heilagrar Þrenningar kirkju í La Crosse í Wisconsin.
