ID: 11447
Fæðingarár : 1873
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1947
Stefán Þorsteinn Jónsson var fæddur 21. júní, 1873 í N. Múlasýslu. Dáinn 15. mars, 1947. Tók Westdal nafnið líkt og faðir hans Jón og skrifaði sig Stefan Th. Westdal.
Maki: 15. apríl, 1900 Pálína Jakobína Guðnadóttir f. c1876 í Wisconsin.
Börn: 1. Alvin f. 14. ágúst, 1901 2. Bernard f. 31. mars, 1904 3. Stephen T f. 6. ágúst, 1906, d. 25. mars, 1975 4. Paul f. 1909 5. Louise.
Stefán flutti vestur með foreldrum sínum árið 1880 og bjó í Lyon sýslu í Minnesota til aldamóta. Nam lög í Washington D.C. og flutti til Williston í Norður Dakota árið 1908. Pálína var dóttir Guðna Stefáns Sigurðssonar.
