ID: 13123
Fæðingarár : 1851
Dánarár : 1929
Stefanía Sigfúsdóttir fæddist 1851 í N. Múlasýslu. Dáin í Manitoba 22. janúar, 1929.
Maki: 1) Jón Torfason fór ekki vestur 2) Björn Jónsson fæddist í N. Múlasýslu árið 1861.
Maki: Stefanía Sigfúsdóttir f. 1851 í N. Múlasýslu, d. 22. janúar, 1929.
Börn: 1. Jónína f. 1889 2. Einar f. 1891. Stefanía átti Ágústu Jónsdóttur fyrir með Jóni Torfasyni. Þau misstu fimm börn.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1892 og settust að á landi sínu í Lundarbyggð árið 1894. Kristín Björnsdóttir, móðir Björns fór með þeim vestur. Þá var samferða þeim 16 ára piltur, Skúli Jónsson.