ID: 19631
Fæðingarár : 1854
Fæðingarstaður : Dalasýsla

Stefanía Stefánsdóttir Mynd Dm lll
Stefanía Stefánsdóttir fæddist 27. febrúar, 1854 í Dalasýslu.
Maki: Kristján Sigurðsson f. árið 1845 í S. Þingeyjarsýslu, d. í Manitoba árið 1924. Hún var seinni kona hans.
Barnlaus: Hún annaðist Halldór Tryggva Kristjánsson frá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðarsýslu sem kom til Winnipeg 14. ára árið 1910.
Stefanía fór vestur til Winnipeg árið 1901. Hún var fyrst í Keewatin í Ontario, þaðan fór hún til Winnipeg og seinna Álftárdalsbyggð. Flutti til Glenboro árið 1907. Hún efnaðist nokkuð á fasteignaviðskiptum og þótti mikil afrekskona. Kristján flutti vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 og þaðan í Argylebyggð. Settist að í Glenboro rétt fyrir aldamótin.
