Steingrímur Grímsson

ID: 2252
Fæðingarár : 1831
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1908

Steingrímur Grímsson Mynd SÍND

Guðrún Jónsdóttir Mynd SÍND

Steingrímur Grímsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 20. ágúst, 1831. Dáinn í N. Dakota 24. október, 1908.

Maki: 1860 Guðrún Jónsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 7. desember, 1836, d. 1906.

Börn: 1. Jón f. 1862 fór ekki vestur 2. Grímur f. 1863 3. Snæbjörn f. 1866 4. Kristín f. 1869 fór vestur 1885 5. Steinunn Guðrún f. 1871 6. Karítas f. 1875 5  7. Guðmundur f. 21. nóvember, 1878  8. Guðrún f. í N. Dakota. Fimm börn þeirra dóu í æsku.

Fluttu vestur til Boston í Bandaríkjunum árið 1882 og fóru þaðan sama ár í Garðarbyggð í N. Dakota. Bjuggu þar hjá Grími Þórðarsyni í fjögur ár en námu svo land í Fjallabyggð árið 1886.

Fjölskyldumynd tekin 1905 við gamla húsið í Fjallabyggð í N. Dakota, nokkur börn og barnabörn. Jarþrúður Jónsdóttir, Steingrímur Grímson og Guðrún Jónsdóttir sitja. Jarþrúður var ekkja, móðir Stefáns, tengdasonar Steingríms og Guðrúnar. Hún bjó hjá þeim í Fjallabyggð. Mynd Einkasafn.