
Steinólfur Steinólfsson Mynd VÍÆ II
Steinólfur Steinólfsson fæddist 19. nóvember, 1873 í Borgarfjarðarsýslu. Dáinn í Vatnabyggð í Saskatchewan 19. október, 1925.
Maki: 1) 23. júlí, 1895 Kristín Þorleifsdóttir f. 1878 í Borgarfjarðarsýslu, d. 24. nóvember, 1900 2) 13. apríl, 1904 Jóhanna S Geirhjartardóttir f. 23. ágúst, 1878 í S. Þingeyjarsýslu..
Börn: 1. Gunnar Rafn f. 16. desember, 1896 2. Leifur Sigurður f. 13. mars, 1899 3. Steinunn f. 17. apríl, 1900, d. 30. október, 1900. Með Jóhönnu 1. Ólöf Louise f. 21. júlí, 1905 2. Ingólfur Geirhjörtur f. 6. mars, 1911 3. Guðfinna Þórdís f. 12. júlí, 1915.
Steinólfur fór vestur árið 1882 með föður sínum, Steinólfi Grímssyni. Hann ólst upp í Garðarbyggð í N. Dakota en flutti í Vatnabyggð um 1908 og nam land nærri Mozart. Kristín flutti vestur árið 1887 með sínum foreldrum, Þorleifi Gunnarssyni og Sigríði Jónsdóttur. Foreldrar Jóhönnu, Geirhjörtur Kristjánsson og Guðfinna Jónsdóttir fluttu vestur með börn sín árið 1881.
