Steinunn Gísladóttir

ID: 7037
Fæðingarár : 1882
Dánarár : 1946

Steinunn Gísladóttir fæddist í Skagafjarðarsýslu 3. apríl, 1882. Dáin 31. júlí, 1946.

Maki: Kristján Jakob Jónasson f. í Hnausabyggð 3. september, 1883.  Dáinn í Víðirbyggð 29. maí, 1959

Börn: 1. Kristjana Jakobína f. 1914 2. Helga f. 1916 3. Hildur 4. Sigurbjörg, tvíburar f. 1918 5. Jónas Sigurbjörn Hilberg f. 1920.

Steinunn var dóttir Gísla Árnasonar og Dýrunnar Steinsdóttur landnema í Nýja Íslandi. Hún fór með þeim og Árna, bróður sínum til Manitoba árið 1883. Kristján var tekinn í fóstur af Eiríki Sigurðssyni og Ingunni Bjarnadóttur sem settust að í Mikley. Hann og Steinunn tóku land í Víðir-og Sandhæðabyggð.