ID: 1230
Fæðingarár : 1895

Guðmundur og Steinunn með drengina sína Guðmund, Pálma og Aðalstein Mynd F&F
Steinunn Ólafía Guðmundsdóttir fæddist árið 1895 í Árnessýslu. Steina Sigvaldason vestra.
Maki: 2. mars, 1915 Guðmundur Sigvaldason f. í Húnavatnssýslu árið 1886.
Börn: 1. Guðmundur Sigmar f. 14. september, 1916 2. Pálmi f. 20. desember, 1919 3. Aðalsteinn Oktavíus f. 14. október, 1921 4. Hulda May f. 26. maí, 1929.
Guðmundur fór ársgamall vestur með foreldrum sínum árið 1887, þau settust að í Framnesi í Geysisbyggð. Guðmundur keypti bróðurpart Fögruvalla í Geysirbyggð af þeim feðgum, Bjarna og Jóni. Bætti um betur og keypti seinna Þingvelli af Jóni Sveinssyni. Steinunn fluttu vestur frá Reykjavík árið 1912.