Sturlaugur Johnson

ID: 17646
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1881
Dánarár : 1958

Sturlaugur Daníelsson fæddist í Lincoln sýslu í Minnesota árið 1881. Dáinn í Minneota 29. apríl, 1958. Sturlaugur (Sterling) Johnson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Sturlaugur var sonur Daníels Guðmundssonar og Arnbjargar Kristjánsdóttur sem fluttu vestur úr Dalasýslu árið 1878. Sturlaugur lærði trésmíði og vann við það alla tíð. Var í Crystal Springs í N. Dakota árið 1910 og Hebron sýslu í sama ríki árið 1920. Hvílir í kirkjugarðinum í Minneota.