Sumarliði Brandsson fæddist í Ólafsvík í Snæfellsnessýslu 5. maí, 1872. Dáinn 6. maí, 1941 í Manitoba.
Maki: 18. desember, 1904 Guðfinna Haraldsdóttir f. 8. september, 1885 í Snæfellsnessýslu.
Börn: 1. Guðbrandur f. 13. janúar, 1904, d. 16. mars, 1924 2. Haraldur f. 1. desember, 1908 3. Óli Kristinn f. 17. september, 1911, d. 6. júlí, 1938 4. Magnús f. 24. mars, 1913 5. Guðfinnur f. 25. janúar, 1915 6. Friðjón f. 28. september, 1916 7. Sesselja f. 1. desember, 1918 8. Ágúst f. 4. janúar, 1921 9. H. Guðbrandur f. 10. október, 1926.
Þau fluttu vestur til Manitoba árið 1911 og bjuggu fyrst í Winnipeg á annað ár, námu svo land nærri Reykjavík við norðanvert Manitobavatn. Árið 1924 seldu þau land sitt og settust að í Wapah suður af Reykjavík. Þar var Sumarliði með búskap en stundaði líka fiskveiðar.
