ID: 4417
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Barðastrandarsýsla
Sumarliði Kristjánsson fæddist árið 1864 í Barðastrandarsýslu.
Maki: 1887 Margrét Magnúsdóttir f. 20. janúar, 1863 í Barðastrandarsýslu.
Börn: 1. Þormóður Júlíus, önnur börn þeirra sjö dóu ung.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1891 og settust að í Garðar í N. Dakota. Tveimur árum seinna námu þau land í Mouse River byggðinni þar sem þau bjuggu í sex ár. Þaðan lá leiðin norður í Álftárdalsbyggð þar sem þau námu land og bjuggu næstu fjögur árin. Þau fluttu síðan vestur að Kyrrahafi og bjuggu í Blaine. Sneru þaðan til baka á land sitt í Áltárdalsbyggð árið 1910 og voru þar næstu fjögur árin. Rifu sig þá upp og fluttu vestur á Point Roberts tangann í Washington þar sem þau bjuggu í tvö ár. Þaðan lá svo leiðin suður í Kaliforníu.
