Svanfríður Jakobsdóttir fæddist 20. janúar, 1885 í Eyjafjarðarsýslu.
Maki: 25. október, 1908 Gunnlaugur Haraldsson f. í Eyjafjarðarsýslu 23. maí, 1884. Skrifaði sig Hólm vestra.
Börn: 1. Ida f. 15. nóvember, 1909 2. Fanney f. 18. október, 1913 3. Svafa f. 9. febrúar, 1925 4. Garðar f. 30. nóvember, 1928.
Svanfríður fór til Vesturheims árið 1905, hún var dóttir Jakobs Sigurgeirssonar frá Grund í Eyjafirði sem vestur fór árið 1888 og dó í Mikley 1. ágúst, 1937. Gunnlaugur fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1905, árið áður en foreldrar hans, Haraldur Sigurðsson Hólm og Helga Gunnlaugsdóttir. Hann fór með foreldrum sínum í Víðir- og Sandhæðabyggð árið 1905 og var þar bóndi til ársins 1946. Þá flutti hann og Svanfríður vestur að hafi og bjuggu í Stevenson í Bresku Kólumbíu í nokkur ár, voru eitthvað í Vancouver en enduðu á Betel í Gimli haustið 1963.
