ID: 19896
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1904
Sveinbjörg Einarsdóttir fæddist í Mary Hill sveit 1. júní, 1904. Sveinbjorg Einarsson vestra.
Ógift og barnlaus.
Sveinbjörg var dóttir Einars Guðmundssonar Goodman og Þórstínu Þorsteinsdóttur sem vestur fluttu árið 1890, voru fyrst í Minnesota en fluttu þaðan norður í Mary Hill sveit nærri Lundar. Þar varð Sveinbjörg ráðskona hjá þeim bræðrum sínum sem aldrei kvonguðust.
