Sveinn Björnsson fæddist árið 1861 í Gullbringusýslu.
Maki: Kristín Þórarinsdóttir f. 1863 í N. Múlasýslu. Þau skildu árið 1896.
Börn: 1. Þórarinn 2. Sigríður. Með ráðskonu sinni í Winnipeg, Gróu Jónasdóttur 1. Edward 2. Lilja
Sveinn fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887, Kristín ári seinna. Sveinn vann fyrsta veturinn í Keewatin í Ontario en var kominn til Winnipeg .egar Kristín kom þangað. Saman fluttu þau til Glenboro þar sem Sveinn vann við járnsmíði. Hann keypti land í Argylebyggð og stundaði búskap með járnsmíðinni. Eftir skilnaðinn flutti Sveinn á vesturströnd Manitobavatns og vann á Big Point í ár en fluttu síðan til Winnipeg og bjó þar. Þar réði hann Gróu til sín sem ráðskonu. Sennilega Gróa sú sem kom einstæð móðir úr Húnavatnssýslu árið 1900. Hennar sonur var Óskar guðmundsson.
