Sveinn Jónasson

ID: 5947
Fæðingarár : 1882
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1918

Sveinn Jónasson fæddist 15. apríl, 1882 í Húnavatnssýslu. Dáinn á vígvelli í Frakklandi 30. mars, 1918.

Ókvæntur og barnlaus.

Fór vestur árið 1888 með föður sínum, Jónasi Jónssyni og bróður sínum, Jóni. Þeir feðgar settust að á landi í Akrabyggð. Sveinn vann á ýmsum stöðum í byggðinni en 1901 flutti hann í Brownbyggð. Festi þar kaup á landi og bætti við sig en seldi svo fljótt aftur. Gekk í kanadíska herinn árið 1915 og var sendur til Englands árið 1916.