ID: 5872
Fæðingarár : 1896
Dánarár : 1972
Theodór Líndal Gunnarsson fæddist í Húnavatnssýslu 14. júlí, 1896. Dáinn í Wynyard 1972. Lindal vestra.
Maki: Ágústa Goodman f. 1900 í Húnavatnssýslu, d. 2001.
Börn: Upplýsingar vantar.
Theodór var sonur Gunnars Guðmundar Þorleifssonar og Ástríðar Þórdísar Sigurðardóttur. Móðir hans lést árið 1897 en faðir hans fór þá til Vesturheims með syni sína tvo, Theodór og Þorstein árið 1905. Þeir settust að í Vatnabyggð í Saskatchewan og tóku þar föðurnafnið Lindal.
