Theodore T Thordarson

ID: 20436
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1931

Theodore T Thordarson Mynd VÍÆ I

Theodore Thomas Theodórsson fæddist í Selkirk, Manitoba 26. febrúar, 1931. Dr. Theodore T Thordarson vestra.

Maki: 18. september, 1956 Maxine Lorraine Munro f. 14. júní, 1929.

Börn: 1. Theodore John f. 14. febrúar, 1958.

Theodore var sonur Theodore Þórðarsonar úr Gullbringusýslu og Steinunnar Sigríðar Jónsdóttur. Hann bjó hjá foreldrum sínum í Selkirk í Manitoba til ársins 1943, flutti þá með þeim vestur til Vancouver. Þar stundaði hann langskólanám, lauk B.A. prófi frá University of British Columbia árið 1952 og læknisfræðiprófi frá sama skóla 1956. Gerðist síðan læknir í Haney í Bresku Kólumbíu.