
Theodore Þ Thordarson Mynd VÍÆ I
Theodore Þ Thordarson fæddist í Gullbringusýslu 1. desember, 1890.
Maki: 12. apríl, 1916 Steinunn Sigríður Jónsdóttir f. 19. apríl, 1895 í Snæfellsnessýslu.
Börn: 1. Lára f. 5. desember, 1917 2. Svanfríður f. 23. febrúar, 1921 3. Helga Grímólfína f. 27. nóvember, 1927 4. Theodor Thomas f. 26. febrúar, 1931 5. Peter Gordon Roy f. 1. júlí, 1937.
Theodore var sonur Þórðar Tómasar Þórðarsonar og Arnfríðar Magnúsdóttur, sem vestur fluttu til Manitoba árið 1900. Þau voru fyrst á Gimli og síðan Selkirk. Theodore bjó hjá þeim á báðum stöðum en fór svo árið 1905 til Mikleyjar þar sem hann lærði trésmíði. Hann bjó í eynni til ársins 1921 og stundaði fiskveiðar með trésmíðinni. Hann var í Selkirk eftir það til ársins 1943 og svo Winnipeg til ársins 1948. Fór það ár vestur að Kyrrahafi og bjó í Vancouver.
