ID: 15376
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1886

Thora Þorgrímsdóttir Mynd VÍÆ I
Thora Þorgrímsdóttir fæddist í Grayling í Michigan í USA 21. október, 1886.
Maki: 1) Charles Spires Hines 2) 1. október, 1938 John Pierre Wall f. í Flórída 6. janúar, 1878.
Barnlaus.
Thora var dóttir Þorgríms Arnbjörnssonar, trésmiðs og Solveigar Halldórsdóttur í Seattle. Hún gekk í miðskóla í Grayling og seinna nam hún í háskólanum í Seattle í Washington.