ID: 15387
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1925

Þóra Þorvarðardóttir Mynd VÍÆ II
Þóra Þorvarðardóttir fæddist 11. mars, 1864 í Borgarfjarðarsýslu. Dáin í Winnipeg 25. júní, 1925.
Maki: 8. júlí, 1901 Jón Jónsson f. í Árnessýslu árið 1857, d. í Kaliforníu árið 1934. Austmann vestra
Börn: Með Jóni Ólafssyni, ritstjóra; 1. Kristján f. 25. september, 1890. Með Jóni Austmann 1. Ásta 2. Jón.
Þóra fór vestur til Winnipeg árið 1890 með barnsföður sínum, Jóni Ólafssyni. Hún dvaldi eitthvað í Winnipeg áður en hún flutti í Marshland, smábyggð nærri Gladstone. Jón Austmann fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1886. Jón og Þóra fluttu á Big Point og bjuggu þar til ársins 1912 og fluttu þá til Winnipeg. Jón flutti til sonar síns John í Kaliforníu skömmu eftir að Þóra lést í Winnipeg.
