Þorbergur Brynjólfsson

ID: 1715
Fæðingarár : 1887
Dánarár : 1962

Þorbergur Brynjólfsson Mynd VÍÆ II

Þorbergur Brynjólfsson fæddist í Mikley í Nýja Íslandi 28. febrúar, 1890. Dáinn í Nýja Íslandi 5. apríl, 1962.   

Maki: 25. ágúst, 1910 Anna Sigríður Helgadóttir f. í Mikley 13. apríl, 1892.

Börn: 1. Allan Valdimar f. 3. mars, 1911, d. 14. nóvember, 1039 2. Helgi f. 10. janúar, 1910, d. barnungur 3. Magnúsína f. 1. júlí, 1914 4, Helgi f. 25. september, 1916 5. Brynjólfur f. 10. febrúar, 1918 6. Ingibjörg Aðalheiður f. 30. apríl, 1920 7. Einarína Valgerður f. 14. nóvember, 1921 8. Þorbergur (Thorbergur) Ingólfur f. 21. september, 1925 9. Vigdís Anna f. 1. október, 1926, d. 30. nóvember, 1929 10. Harold Alvin Marino f. 9. desember, 1931.

Þorbergur var sonur Brynjólfs Jónssonar og Katrínar Magnúsdóttur,sem vestur fluttu úr A. Skaftafellssýslu árið 1889. Hann bjó lengi í Mikley, stundaði fiskveiðar í Winnipegvatni í rúm 40 ár. Hann tók virkan þátt í samfélagsmálum eyjarskeggja, sat í safnaðarstjórn og skólanefnd. Foreldrar Önnu voru Helgi Sigurðsson og Valgerður Brynjólfsdóttir í Mikley.