ID: 3485
Fæðingarár : 1845
Dánarár : 1931
Þorbergur Fjeldsted fæddist í Snæfellsnessýslu 26. janúar, 1845. Dáinn í Selkirk í Manitoba 2. október, 1931.
Maki: Helga Guðmundsson fæddist árið 1853 í Mýrasýslu. Dáin árið 1887. Óljóst hvar hún lést.
Börn: 1. Guðmundur f. 1872 2.Halldóra f. 1874 2. Guðrún f. 1875 3. Helga f. 1877 4. Runólfur f. 1879 5. Ragnheiður f. 1882 6. Helgi f. 1884 7. Ásgeir f. 27. júní, 1885. Með Arnfríði 1. Anna Magnea 2. Helga Arnbjörg.
Fluttu vestur til Nýja Íslands 1887. Þorbergur var einsamall með börn sín í Winnipeg þar til Arnfríður Magnúsdóttir, ekkja, réðst vinnukona til hans árið 1903. Þau fluttu í Mikley þar sem Þorbergur gerðist vitavörður í 16 ár. Fóru þá til Selkirk þar sem þau bjuggu eftir það.