
Fremst í röð er Þorbjörg Helgadóttir (Little Tobba). þá Jensína Johnson, Þorbjörg Bjarnadóttir og loks Guðrún Johnson Mynd RbQ
Þorbjörg Bjarnadóttir fæddist í Húnavatnssýslu 16. febrúar, 1873. Dáin á Borg í N. Dakota 6. mars, 1960
Maki: Páll Eyjólfsson fæddur árið 1872 í N. Múlasýslu, d. í Vatnabyggð 6. desember, 1923. Paul Eyolfson vestra.
Barnlaus en tóku í fóstur Louis Jacobs og frænku og nöfnu Þorbjargar f. 18. ágúst, 1908, dóttur Helga Bjarnasonar og Helgu Jóhannsdóttur.
Þorbjörg fór einsömul vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1892. Þangað voru þá komnir bræður hennar tveir, Jóhann og Helgi. Þorbjörg flutti með manni sínum og föður, Bjarna Helgasyni í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1905 en Páll nam land í byggðinni árið 1904. Bjarni nam þar land árið 1907 sem Páll og Þorbjörg seinna fluttu á.
