Þorbjörg M Einarsdóttir

ID: 18853
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Dánarár : 1924

Þorbjörg María Einarsdóttir Mynd FSÁAB

Þorbjörg María Einarsdóttir fæddist í N. Múlasýslu árið 1861. Dáin í Manitoba 21. janúar, 1924.

Maki: 1886 Jón Jónsson f. í Gullbringusýslu 15. júlí, 1856, d. 3. mars, 1922 í Lundarbyggð.

Börn: 1. Þorsteinn f. 1888 2. Sveinn 3. Sigríður

Jón var vígður prestur á Íslandi árið 1886, þjónaði þar eitthvað ýmsum söfnuðum en flutti vestur til Winnipeg í Manitoba fyrir aldamót og settist að í Lundarbyggð. Þar bjó fjölskyldan alla tíð. Hann myndaði söfnuð í Lundarbyggð og stofnaði sunnudagaskóla. Gekk hins vegar aldrei í íslenska kirkjufélagið, séra Runólfur Marteinsson var ráðinn prestur safnaðarins.