
Þorbjörg Þorláksdóttir Mynd VÍÆ II
Þorbjörg Þorláksdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 26. október, 1878.
Maki: 1) 2. maí, 1904 Jón Vigfússon f. 17. júlí, 1878, d. 3. október, 1905. Fór ekki vestur. 2) 1907 Kristján Sigurðsson fæddist 31. janúar, 1874 í Árnessýslu, d. í Winnipeg 15. desember, 1942.
Börn: Með Kristjáni: 1. Solveig Steinunn f. 10. september, 1908 2. Agnes f. 28. júní, 1910 3. Valgerður f. 13. nóvember, 1911 4. Jón Kristján f. 13. nóvember, 1913 5. Þorsteinn Almar f. 14. júní, 1916 6. Engilbert f. 24. ágúst, 1921.
Í Vesturfaraskrá segir bls. 285-286 að Þorbjörg hafi farið vestur 1904 með manni sínum Kristjáni Sigurðssyni. Réttara væri að segja Gift kona, heimildir vestra segir hana hafa gifst Kristjáni 1907. Kristján fór menntaveginn, útskrifaðist frá Lærða skólanum í Reykjavík 1893, prófi í heimspeki frá Kaupmannahafnarháskóla 1894 og seinna læknisfræði í Læknaskólanum í Reykjavík. Hann flutti til Vesturheims 1904 og settist að í Winnipeg.