Þorbjörn Jónsson

ID: 1403
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1947

Þorbjörn Jónsson fæddist í Rangárvallasýslu 5. maí, 1871. Dáinn í Grace í Idaho 20. september, 1947. Thurber eða Thorber Johnson vestra.

Maki: 1) Guðfinna Olsen 2) Indamore Sullivan, upplýsingar vantar um þær báðar.

Börn: Átti þrjú börn með Guðfinnu og eitt með Indamore.

Þorbjörn fór vestur með foreldrum sínum, Jóni Ingimundarsyni og Þórdísi Þorbjörnsdóttur til Utah árið 1886. Hann bjó fyrstu árin með þeim í Spanish Fork en flutti með Guðfinnu til Scofield þar sen hann vann við uppslátt í námunum. Hann var heppinn 1. maí, 1900, þegar mikil sprenging varð í námum á svæðinu og margir dóu. Hann átti vakt þann morgun en skipti við félaga sinn sem lést! Eftir þetta fluttu þau til Idaho en þar voru þá sest að móðir hans, þá orðin ekkja, og bræður.