ID: 17764
Fæðingarár : 1877
Fæðingarstaður : Borgarfjarðarsýsla
Dánarár : 1947
Þorbjörn Jónsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 3. mars, 1877. Dáinn í Seattle 27. apríl, 1947.
Maki: 5. apríl, 1920 Brynhildur S Erlendsdóttir f. 23. október, 1893 í Húnavatnssýslu, d. 15. september, 1961 í Seattle.
Börn: Kristín f. 1. janúar, 1921 2. Elín Ingibjörg f. 4. nóvember, 1925 3. Jón Marvin f. 1928.
Þorbjörn lærði ungur trésmíði í Reykjavík og þótti einstakur fagmaður. Hann sigldi til Hafnar 1897 til að læra meira og fór þaðan til Þýskalands. Þar lærði hann húsateikningar og áfram hélt námið, næst í Sviss árið 1909. Hann flutti vestur um haf árið 1910 og fór til Winnipeg þar sem hann var einhvern tíma áður en hann settist að í Minneapolis. Árið 1918 er hann búsettur í Seattle og þar varð framtíðarheimili hans og Brynhildar.
