
Þórdís Anna Gunnsteinsdóttir Mynd VÍÆ I
Þórdís Anna Gunnsteinsdóttir fæddist 22. desember, 1901 í Manitoba..
Maki: 3. september, 1923 Steinn Ólafur Sveinsson f. í Winnipeg 23. nóvember, 1893. Dr. Thompson vestra. Dáinn í Manitoba 17. ágúst, 1972.
Börn: 1. Dorothy Ellen f. 29. Janúar, 1925 2. Margaret Emily f. 14. maí, 1926 3. John David f. 7. mars, 1929 4. Robert Kenneth f. 18. janúar, 1933.
Þórdís var dóttir Gunnsteins Eyjólfssonar skálds, sem vestur flutti árið 1876 og Guðfinnu Eiríksdóttur. Steinn ólst upp hjá foreldrum sínum, Sveini Tómassyni og Sigurlaugu Steinsdóttur í Selkirk. Að loknu miðskólanámi innritaðist hann í Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan B.A. prófi árið 1924. Hann var í kanadíska hernum í fyrri heimstyrjöldinni 1916-1918. Fór þá aftur í langskólanám og lauk læknisprófi árið 1921. Hann var læknir í Riverton frá 1922.