Thordis J. Lindall

ID: 20126
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1907

Þórdís Jóhannsdóttir fæddist í Minneota í Minnesota 23. apríl, 1907.

Maki: 6.ágúst, 1932 Leroy F. Lindall f. 12. júlí, 1908, d. 2. nóvember, 1960.

Börn: 1. Katryn Ann f. 25. apríl, 1935 2. Leroy Frederick f. 8. október, 1937 3. Robert Josefson f. 28. febrúar, 1944 4. George Briard f. 28. september, 1948.

Þórdís var dóttir Jóhanns Arngríms Jósefssonar og Guðnýjar Sigbjörnssonar, sem bjuggu að Högnastöðum í Lyonsýslu. Hún lauk miðskólanámi í Minneota High School  árið 1926 og við tók kennsla í Stewartville árin 1928-30 og í St.James 1930-32. Eftir lát manns hennar tók hún upp hanskann að nýju og kenndi við skóla í Minneota. Hún stundaði háskólanám með kennslunni og lauk B.S prófi frá Mankato State College árið 1964. Hún tók virkan þátt bæjarstjórn, gengdi ýmsum trúnaðarstörfum og lagði söfnuði sínum lið á ýmsan hátt. Maður hennar vann í timburverslun í Westbrook þar sem þau bjuggu frá 1932.