Þórður Ásgeirsson

ID: 16371
Fæðingarár : 1890

Þórður Ásgeirsson fæddist í Hnappadalssýslu 19. febrúar, 1890.

Maki: 22. nóvember, 1919 Anna Guðrún Timotheusdóttir f. 6. febrúar, 1896 í Garðar í N. Dakota.

Börn: 1. Ólína Þorbjörg f. 14. nóvember, 1925 2. Anna Ásrún f. 14. maí, 1927 3. Þórdís Aðalheiður f. 12. desember, 1929.

Þórður var sonur Ásgeirs Þórðarsonar og Ólínu Bergljótar Guðmundsdóttur sem vestur fluttu árið 1910.  Fjölskyldan settist að í Winnipeg þar sem Þórður vann við trésmíði. Hann var í kanadíska hernum frá 1916-1919, kvæntist og flutti í Vatnabyggð í Saskatchewan og var með búskap nærri Mozart. Hann tók mikinn þátt í samfélagsmálum, meðlimur í samvinnufélögum, hveitisamlagi og kaupfélagi.