ID: 20176
Fæðingarár : 1892
Þórður Benjamín Þórðarson fæddist 28. janúar, 1892 í V. Skaftafellssýslu. Ben Thordarson vestra.
Maki: Guðrún Helgadóttir f. 1898 á Point Roberts.
Börn: Helgi f. 1918 2. Dagbjört Hilda f. 1920 3. Margrét f. 1923.
Þórður var sonur Þórðar Jónssonar og Ragnhildar Jónsdóttur á Hellum í Mýrdal. Faðir hans lést áður en hann fæddist svo móðir hans annaðist uppeldið. Árið 1910 fór hann til Vesturheims og 1915 sest hann að á Point Roberts tanganum. Guðrún var dóttir Helga Þorsteinssonar og Dagbjartar Dagbjartsdóttur landnema á tanganum. Þórður vann lengi hjá niðursuðufyrirtækinu Alaska Packers Association á Point Roberts.