ID: 4989
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1933

Aftari röð: Þórður (Tod), Bjarni (Barney) og Ragnheiður (Ranka). Fyrir framan Þórður og Rebekka. Mynd PaB
Þórður Bjarnason fæddist árið 1848 í Ísafjarðarsýslu. Dáinn í Nýja Íslandi 9. júlí, 1933.
Maki: 10. september, 1880 Rebekka Stefánsdóttir f. í Ísafjarðarsýslu 10. ágúst, 1859, d. 1954.
Börn: 1. Guðrún Sigurfljóð f. 1884 2. Bjarni (Barney) Guðleifur f. 1. apríl, 1888 3. Ragnheiður (Ranka) 4. Stefanía Elín Þóra f. 1899 5. Þórður (Tod) Þorsteinn f. 1902
Fluttu vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1887 ásamt foreldrum Rebekku, Stefáni Sigurðssyni og Guðrúnu Ísleifsdóttur. Þau ætluðu norður í Mikley en vegna veikinda Guðrúnar voru þau sett í land í Árnesi í Nýja Íslandi.
