ID: 1899
Fæðingarár : 1885
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1964
Þórður Ágúst Björnsson fæddist í Gullbringusýslu árið 1885. Dáinn í Wynyard í Saskatchewan 5. febrúar, 1964.
Maki: 1) 1917 Ingunn Hjartardóttir fæddist í N. Dakota. Þau skildu árið 1929. 2) Mabel Reid.
Börn: Með Ingunni: 1. Ágústa Björg f. 26. júní, 1923.
Þórður fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1898 neð foreldrum sínum sem settust að í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1906. Þar nam hann líka land. Ingunn var dóttir Hjartar Friðrikssonar Bjarnasonar og Guðrúnar Grímólfsdóttur. Hjörtur fæddist í Nýja Íslandi en Guðrún árið 1877 í Borgarfjarðarsýslu.
