Þórður Guðmundsen

ID: 1222
Fæðingarár : 1848
Fæðingarstaður : Gullbringusýsla
Dánarár : 1899

Í þakklætisskyni kostaði bæjarfélagið gerð þessa steins á leiði Þórðar í kirkjugarðinum á Washingtoneyju.

Þórður Guðmundsen fæddist í Gullbringusýslu 14. mars, 1848. Dáinn á Washingtoneyju 29. janúar, 1899. Dr. Thordur Gudmundsen vestra

Ókvæntur og barnlaus.

Þórður var bróðir Árna sem vestur fór árið 1872 og settist að á Washingtoneyju í Wisconsin. Þeir voru synir Þórðar Guðmundsen, sýslumanns. Þórður lærði læknisfræði og eftir að hafa ráðfært sig við bróður sinn flutti hann vestur árið 1885 og settist að á Washingtoneyju. Koma hans vakti mikla athygli í Doorsýslu, fréttaritari á eyjunni skrifaði í fréttablaðið Door County Advocate, 3. september, 1885 og sagði:,, We now have on the island a physician in the person of Dr. Gudmundsen who is from Iceland and who is a brother of our town treasurer.“