Þórður Ólafsson

ID: 14465
Fæðingarár : 1891

Þórður Ólafsson Mynd VÍÆ III

Þórður Ólafsson fæddist í Mjóafirði í S. Múlasýslu 31. ágúst, 1891. Anderson vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Þórður var sonur Ólafs Árnasonar og Sólrúnar Árnadóttur, sem vestur fluttu til Manitoba, með sjö börn árið 1903. Þau settust að í Nýja Íslandi, bjuggu fyrst á Gimli, þá í Mikley, tvö ár í Ísafoldarbyggð og loks í Geysisbyggð. Að lokinni herþjónustu árin 1916-1919 vann Þórður hjá bændum í heimabyggðinni og tók svo við búskapnum af foreldrum sínum. Bjó síðast hjá Ingibjörgu systur sinni í Framnesi í Geysisbyggð.