
Þórður Sigurjónsson Axdal Mynd VÍÆ III
Þórður Sigurjónsson fæddist 6. október, 1889 í S. Þingeyjarsýslu. Dáinn í Saskatchewan 20. mars, 1931. Axdal vestra.
Maki: 4. ágúst, 1912 Jóna Solveig Sigurðardóttir fædd í N. Dakota 22. júlí, 1891.
Börn: 1. Woodrow Lincoln 2. Sigurður Kristinn 3. Sigurjón Hallgeir 4. Helga Stefanía Evelyn 5. Lenora Sesselja 6. Guðrún Aðalbjörg Elmína 7. Anna Pálína Björg 8. Hallgrímur Sigurgeir d. 1926, 4 ára 9. Emily Sigrún 10. Doris Louise 11. May d. 1930, fárra ára
Þórður flutti með foreldrum sínum vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1890. Hann ólst upp hjá þeim í N. Dakota og flutti með þeim í Vatnabyggð í Saskatchewan árið 1907 og nam land í Wynyard byggð árið 1909. Jóna Solveig ólst upp í N. Dakota hjá foreldrum sínum, Sigurði Krákssyni og seinni konu hans Kristínu Þorsteinsdóttur.