ID: 1406
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Rangárvallasýsla
Dánarár : 1959
Hjónatengsl :
Þorgeir Jónsson fæddist 17. október, 1878 í Rangárvallasýslu. Dáinn í Ogden í Utah 22. október, 1959.
Maki: 10. desember, 1910 Lucy Cole.
Börn: Þau eignuðust sex börn, upplýsingar vantar.
Þorgeir flutti vestur til Spanish Fork í Utah með foreldrum sínum, Jóni Ingimundarsyni og Þórdísi Þorbjörnsdóttur og systkinum árið 1886. Hann stundaði búskap fyrstu árin en fullorðinn flutti hann til Ogden þar sem einn sona hans rak byggingafyrirtæki. Hjá honum annaðist Þorgeir viðhald véla og viðgerðir.
