ID: 1509
Fæðingarár : 1857
Fæðingarstaður : V. Skaftafellssýsla
Dánarár : 1946
Þorgerður Einarsdóttir fæddist í V. Skaftafellssýslu 29. maí, 1857. Dáin 12. maí, 1946. Thorgerdur Snell í Utah.
Maki: 1. maí, 1879 George Dixon Snell f. 18. mars, 1836, d. 12. maí, 1911.
Börn: 1. Hannah f. 13. júní, 1883 2. Martha f. f. 3. júní, 1886, d. 3. ágúst, 1905.
Þorgerður flutti vestur til Utah með móður sinni, Guðrúnu Jónsdóttur og settust þær að í Spanish Fork. Þar einbeitti Þorgerður sér að saumaskap og varð kunn fyrir afbragðs handbragð. Þegar uppeldissystir hennar, Gróa Þorláksdóttir lést tók Þorgerður að sér son hennar, Júlíus og ól hann upp.
