ID: 14356
Fæðingarár : 1874
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Þorgerður Einarsdóttir fæddist árið 1874 í N. Múlasýslu.
Maki: Guðmundur Jón Jónsson f. 1. desember, 1867 í N. Múlasýslu. Gudmundur J. Rafnson og seinna John Robinson vestra.
Börn: 1. Ólöf f. 1894 2. Celia f. 20. maí, 1897 3. Lillian f. 1898 4. Dorothy f. 1912.
Þorgerður flutti vestur árið 1877 með foreldrum sínum, Einari Jónssyni og Ólöfu Grímsdóttur. Þau settust að í Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Guðmundur fór vestur til Minnesota árið 1888, faðir hans, Jón Rafnsson fór þangað ári síðar. Guðmundur og Þorgerður bjuggu nokkur ár í S. Dakota þar sem dætur þeirra Celia og Lillian fæddust. Fluttu seinna aftur til Minnesota þar sem Guðmundur var hótelstjóri í Detroit Lakes, Becker sýslu í Minnesota árið 1920.
